Skilmálar Verslun hættir

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Pedal ehf., kennitala: 550121-0420, Huldugili 48, 603 Akureyri. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á hjólreiðafatnaði.

Stofnendur og eigendur Pedal ehf. eru Freydís Heba Konráðsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið pedal@pedal.is, heyra í okkur í síma; Freydís, s. 820-8455, Hafdís, s. 849-4623, eða vera í sambandi við okkur á samfélagsmiðlum okkar, Facebook og Instagram.

Pedal ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Afhending vöru

Öllum pöntunum dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Vara er sett í póst daginn eftir að pöntun berst.

Pedal ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá okkur til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og
tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Það er alltaf hægt að nálgast vörurnar okkar samdægurs á Akureyri en þá þarf að senda tölvupóst á pedal@pedal.is eða ná á okkur á samfélagsmiðlunum okkar. 


Verð á vöru og sendingarkostnaður 

Öll verð í vefverslun eru í íslenskum krónum með inniföldum 24% virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara.


Að skipta og skila vöru

Verslunin er að hætta og því ekki tekið við vörum í skilum eða skiptum.

Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Upplýsingar viðskiptavina

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.
Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. tölvupóstur.

Eignarréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.

Lög og varnarþing 

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Eystra.