
Ef stærðin þín er ekki til á lager, hafðu þá samband við pedal@pedal.is og við skoðum það fyrir þig!
Þessi jakki er sá háþróaðasti frá The Pedla hingað til.
AquaTech jakkinn hækkar staðallinn í vatnsheldni með fislétta eVent® efninu sem er eitt það besta þegar kemur að vatnsheldni og öndunareiginleikum.
Í þessum jakka eru saumarnir hita-límdir saman til að halda eiginleikum efnisins í hámarki og rennilásinn er einnig vatnsheldur svo jakkinn er fullkomlega vatnsheldur. Það er einn bakvasi á jakkanum og er hann lokaður með vatnsheldum rennilás. Hliðarnar á bæði búk og ermum eru úr vatnsþéttu teygjanlegu efni sem gefa aukin þægindi og hreyfanleika.
Vertu viðbúin hvenær sem er fyrir skyndilega rigningu og úða frá veginum. Fullkomin vernd úr léttu himnuefni sem andar fullkomlega ásamt því að veita góða vörn fyrir köldu íslensku vindunum.
Vegna takmarkaða teygjueiginleika efnisins þá mælum við með stærri stærðinni ef þú ert á milli stærða.
Helstu eiginleikar:
- Bandaríska eVent® himnuefnið, 20.000mm vatnsheldni.
- Hitalímdir saumar til að halda vatnsheldni
- Endurskin
- YKK vatnsheldur rennilás
- Teygjanlegt efni í hliðum.
Stærðartafla í cm
XS | S | M | L | XL | XXL | |
Brjóst | 90 | 95 |
100 |
105 |
110 |
115 |
Sídd framan | 50 | 51 |
52 |
53 |
54 |
55 |
Lengd ermi | 54 | 56 |
58 |
60 |
62 |
64 |