
Ef stærðin þín er ekki til á lager, hafðu þá samband við pedal@pedal.is og við skoðum það fyrir þig!
ChillBlock jakkinn er hið fullkomna jafnvægi á milli einangrunar og öndunar.
Jakkinn sem er gæti verið misskilin sem peysa var hannaður til þess að laga sig að árstíðunum og halda á þér hita í hvaða veðri sem er. Geggjaður einn og sér, með vesti utan yfir, undir vindjakka eða þykkari jakka á veturnar eða með þunnum thermal base layer undir.
Jakkinn er úr mjúku örtrefja flísefninu M.I.T.I Roubaix flís efni. Efnið sem er míkróflís-efni (e.microfiber) gerir það að verkum að það er þægilegt að klæðast honum einum og sér eða utan yfir innra lag, s.s. Stutterma treyju. Öndunareiginleikar jakkans halda á þér hita þegar þarf en passa jafnframt að þú ofhitnir ekki í erfiðum klifrum.
Aftan á jakkanujm eru lítil endurskinmerki í smáatriðunum sem eykur öryggi. Bakvasarnir eru styrktir svo þeir halda lögun þó að þú troðir þá út.
Snið jakkans er keppnis- eða slimfit sem þýðir að hann er aðsniðinn og efnið aðeins stíft en þó með teygjanleika sem gerir hann mjög þægilegan að klæðast. Ef þú ert á milli stærða mælum við með því að taka stærri stærðina.
Helstu eiginleikar:
- Ítalska M.I.T.I Roubaix microfís efni, 235GSM.
- Teygjanleg handarstroff
- Styrktir bakvasar
- Sílíkonborði að neðan innan á jakkanum sem heldur honum á sínum stað.
Stærðartafla í cm
XS | S | M | L | XL | XXL | |
Brjóst | 90 | 95 |
100 |
105 |
110 |
115 |
Sídd framan | 50 | 51 |
52 |
53 |
54 |
55 |
Lengd ermi | 54 | 56 |
58 |
60 |
62 |
64 |