
Ef stærðin þín er ekki til á lager, hafðu þá samband við pedal@pedal.is og við skoðum það fyrir þig!
ChillBlock jakkinn er hið fullkomna jafnvægi á milli einangrunar og öndunar.
Jakkinn var hannaður til þess að laga sig að árstíðunum og halda á þér hita í hvaða veðri sem er. Það verður auðvitað að segjast að veturinn á Íslandi verður talsvert kaldari en í Ástralíu og mælum við því með ytra lagi yfir ChillBlock jakkann þegar það fer að kólna mjög mikið.
Jakkinn er úr mjúku örtrefja flísefninu M.I.T.I Roubaix flís efni. Efnið sem er míkróflís-efni (e.microfiber) gerir það að verkum að það er þægilegt að klæðast honum einum og sér eða utan yfir innra lag, s.s. Stutterma treyju. Öndunareiginleikar jakkans halda á þér hita þegar þarf en passa jafnframt að þú ofhitnir ekki í erfiðum klifrum.
Aftan á jakkanum eru lítil endurskinmerki í smáatriðunum sem eykur öryggi. Bakvasarnir eru styrktir svo þeir halda lögun þó að þú troðir þá út.
Snið jakkans er keppnis- eða slimfit sem þýðir að hann er aðsniðinn og efnið aðeins stíft en þó með teygjanleika sem gerir hann mjög þægilegan að klæðast. Ef þú ert á milli stærða mælum við með því að taka stærri stærðina.
Helstu eiginleikar:
- Ítalska M.I.T.I Roubaix microfís efni, 235GSM.
- Teygjanleg handarstroff
- Styrktir bakvasar
- Sílíkonborði að neðan innan á jakkanum sem heldur honum á sínum stað
- Tvöfaldur YKK rennilás sem rennist í báðar áttir
Stærðartafla í cm
XS | S | M | L | XL | |
Brjóst | 85 | 90 |
95 |
100 |
105 |
Sídd framan | 47 | 49 |
51 |
53 |
55 |
Lengd ermi | 52 | 54 |
56 |
58 |
60 |