
Ef stærðin þín er ekki til hafðu þá samband á pedal@pedal.is og við skoðum málið fyrir þig.
Þetta gullfallega vesti er nýtt frá The Pedla, úr nýrri Pro línu. Pro línan samanstendur af bestu mögulegu efnum og hönnun fyrir þau sem kjósa hágæða vörur og eru að hjóla meira en meðal-Jóninn ;)
Vestið er hannað til að standast mikla vinda (20k wind-proof) og er að vatnshelt að framan og aftan úr fislétta eVent DV Alpine® efninu sem er eitt það besta þegar kemur að vatnsheldni og öndunareiginleikum. Hliðarnar eru úr AeroMESH efni, sem er létt netaefni til að viðhalda enn frekar góðri öndun og teygjanleika.
Hannað með atvinnufólk í huga og æfingar/hjólatúra á miklu álagi og er vestið því Race-fit, sem er þröngt aðsnið.
Það eru þrír bakvasar á vestinu sem eykur notagildið enn meir og auðvelt að pakka því niður í bakvasa þegar það þarf. Þetta er vestið sem þú vilt ekki vera án, sérstaklega ekki eftir að þú hefur einu sinni prufað.
Vertu viðbúin hvenær sem er fyrir skyndilega rigningu og úða frá veginum. Fullkomin vernd úr léttu himnuefni sem andar fullkomlega ásamt því að veita góða vörn fyrir köldu íslensku vindunum.
Helstu eiginleikar:
- Keppnissnið - þröngt (Race-fit)
- Hliðarefni sem andar vel
- Vind- og vatnshelt
- eVent DV Alpine þriggja laga himnuefni
- Regn kemst ekki inn en sviti kemst auðveldlega út
- V-laga snið til að auka þægindi í hjólandi stöðu
- Endurskin á baki
- Lágr kragi fyrir Race-fit
- YKK vatnsheldur rennilás
- Teygjanlegt efni í hliðum.
Stærðartafla í cm
XS | S | M | L | XL | |
Brjóst | 85 | 90 |
95 |
100 |
105 |
Sídd framan | 47 | 49 |
51 |
53 |
55 |