Alba Optics leiðarvísir

Við heyrum aftur og aftur frá ykkur hversu erfitt það sé að ákveða hvaða gleraugu eigi að kaupa því úrvalið sé svo mikið.

Við bjuggum til Alba Optics leiðavísi til þess að reyna með auðveldum hætti að sýna muninn á milli gleraugna, hvernig hver týpa er einstök, hvaða linsur og liti er hægt að fá í hverri týpu og svo framvegis. Vonandi aðstoðar þessi vísir ykkur við valið en við erum þó alltaf bara einum skilaboðum frá svo ekki hika við að senda á okkur línu ef einhverjar spurningar vakna.

Svo bætist reglulega við úrvalið af Alba Optics svo það gæti verið enn meira til af litum og týpum hjá okkur en sjást þarna. Þar að auki er meira úrval inn á Albaoptics.cc og ef það er eitthvað þar sem ykkur langar í þá er minnsta málið að panta hjá okkur.

Ykkar

Freyja og Hafdís