Um okkur

Hver er á bak við Pedal.is?

Við heitum Röggi og Hafdís, við erum hjólarar eins og þú og við vitum hvað við viljum!

Árið 2020 stofnuðu þær Hafdís og Freydís Heba vefverslunina Pedal.is, eftir að þær höfðu prófað hjólabuxurnar frá Pedla. Þær vildu dreifa boðskapnum, hófu innflutning og sölu á fötunum frá Pedla og síðar meir bættust gleraugu frá Alba Optics við úrvalið. 

Árið 2025 urðu breytingar á teymi á bakvið Pedal.is þegar Freydís Heba hætti og Rögnvaldur Már, Röggi, kom inn í staðinn. 

Pedal Beyond

Nafnið á fyrirtækinu Pedal ehf kemur í frá einni okkar uppáhalds setningu "Pedal Beyond" en þessi setning/hashtagg sem vinir okkar í The Pedla nota höfðaði mjög sterkt til okkar og tengjum við hana við þrautsegju, sem er eitt af okkar uppáhalds orðum. Pedal Beyond þýðir einfaldlega að pedala(hjóla) áfram og lengra. Þetta minnir okkur á að hjóla lengra, fara lengra, njóta meira, gera eitthvað nýtt og fylgja draumum okkar en akkúrat fyrir það viljum við standa. Mottóið má svo yfirfæra á öll lífsins verkefni og minna okkur á að halda bara áfram.

Þó svo að The Pedla hafi verið upphafið af þessu ævintýri þá bjóðum við einnig upp á önnur merki. Alba Optics framleiðir hágæða gleraugu sem við seljum og hafa þau verið notuð af okkar besta íþróttafólki um árabil. Gleraugun eru ekki bara fyrir hjólreiðar heldur er úrval Alba stanslaust að stækka og er fyrirtækið núna komið með allskonar útivistargleraugu sem henta jafn hversdagslega og í heimsmeistarakeppnum á hjóli, hlaupum eða öðru. Monton er svo þriðja merkið sem við seljum í dag, þar bjóðum við upp á ákveðnar vörur, vörur sem við höfum prufað og reynst okkur mjög vel. Við erum sem sagt ekki bara að selja hvað sem er heldur veljum við það sem við tökum inn af mikilli kostgæfni og gerum það vel.