Um okkur

Hver er á bak við Pedal.is?

Við heitum Freyja og Hafdís, við erum hjólarar eins og þú og við vitum hvað við viljum!

Sagan okkar er frekar stutt en mjög viðburðarrík en frá því að við kynntumst sumarið 2015 höfum varla getað slitið okkur frá hvor annarri og gert hluti sem okkur líklega óraði ekki fyrir, eins og t.d. að stofna núna saman fyrirtæki. 

Við höfum tekið þátt í allskonar keppnum, hjólandi, syndandi, hlaupandi og skíðandi en hjólið hefur átt hug okkar síðastliðin ár. Við höfum kennt byrjendanámskeið í hjólreiðum, komið upp kvennhjólahópi og keppnisliðinu Akureyrardætur, þjálfað innan- og utandyra í hjólreiðum, sundi og skíðagöngu.

Á öllum þessum árum, öllum þessum kílómetrum sem hafa verið farnir á þrautseigju, svita, stundum tárum en alltaf brosandi, höfum við prufað ógrynni af fatnaði sem stuðlar að okkar heilbrigði í þessu öllu saman.

Það er jú þannig að hjólabuxur eru ekki bara hjólabuxur!

Þegar kemur að því að eyða hundruðum klukkutíma á ári sitjandi á mjóum hnakki þá þurfa hjólabuxurnar að gera sitt. Og þannig varð upphafið að Pedal.is, við kynntumst bestu bibs sem við höfðum á ævinni prufað og nú nokkrum árum seinna og fullt af prufunum á öðrum merkjum vorum við vissar í okkar sök að The Pedla væru einfaldlega bestu bibsin sem við höfum átt. Framhaldið þekkið þið, við ákváðum að við myndum kynna Íslendinga fyrir okkar uppáhalds fatamerkjum í hjólreiða bransanum.

Pedal Beyond

Nafnið á fyrirtækinu Pedal ehf kemur í frá einni okkar uppáhalds setningu "Pedal Beyond" en þessi setning/hashtagg sem vinir okkar í The Pedla nota höfðaði mjög sterkt til okkar og tengjum við hana við þrautsegju, sem er eitt af okkar uppáhalds orðum. Pedal Beyond þýðir einfaldlega að pedala(hjóla) áfram og lengra. Þetta minnir okkur á að hjóla lengra, fara lengra, njóta meira, gera eitthvað nýtt og fylgja draumum okkar en akkúrat fyrir það viljum við standa. Mottóið má svo yfirfæra á öll lífsins verkefni og minna okkur á að halda bara áfram.

Þó svo að The Pedla hafi verið upphafið af þessu ævintýri þá bjóðum við einnig upp á önnur merki. Alba Optics framleiðir hágæða gleraugu sem við seljum og hafa þau verið notuð af okkar besta íþróttafólki um árabil. Gleraugun eru ekki bara fyrir hjólreiðar heldur er úrval Alba stanslaust að stækka og er fyrirtækið núna komið með allskonar útivistargleraugu sem henta jafn hversdagslega og í heimsmeistarakeppnum á hjóli, hlaupum eða öðru. Monton er svo þriðja merkið sem við seljum í dag, þar bjóðum við upp á ákveðnar vörur, vörur sem við höfum prufað og reynst okkur mjög vel. Við erum sem sagt ekki bara að selja hvað sem er heldur veljum við það sem við tökum inn af mikilli kostgæfni og gerum það vel.

Hafdís Sigurðardóttir og Freydís Heba Konráðsdóttir eigendur Pedal.is