Sérpantanir

Sérpöntun frá thepedla.com

Langar þig í eitthvað sem er ekki til?

Við í Pedal ehf vitum hversu pirrandi það getur verið að panta erlendis frá og þá sérstaklega hvað varðar að skila ef stærðin passar ekki eða maður fílar bara ekki vöruna. Við bjóðum upp á að sérpanta af thepedla.com fyrir þig og gilda þá sömu skilmálar með skilavörur eins og venjulega. Óskað er eftir fyrirframgreiðslu á 50% af verði vörunnar áður en sérpöntun er send af stað.
Afhending er oftast innan tveggja vikna frá því að greiðsla berst.
Inn á heimasíðu The Pedla www.thepedla.com er mikið af fallegum hjólreiðafatnaði sem viljum gjarnan koma til ykkar á okkar hagstæða verði.
Ef það er eitthvað sem þú sérð inn á thepedla.com og vilt fá sérpantað, sendu þá á pedal@pedal.is og við skoðum hvað er til á lager og sendum þér verðið.

Sýndu þinn eigin stíl á hjólinu og njóttu meira!