Umhirða - Leiðbeiningar

Þvottaleiðbeiningar umhirða

Það er nú þannig að þó svo að hjólreiðafatnaður sé hannaður til að þola allskonar veður, svita, tár, malbik, skít, drullu margra ára notkun þá er réttur þvottur og geymsla nauðsynleg til þess að þær haldi sér sem best í lengri tíma.

  • Handþvottur er alltaf æskilegur en hægt er að þvo allar Pedla flíkur á lágum snúningi eða á stillingu fyrir viðkvæman þvott.
  • Alltaf skal þvo flíkur og búnað í köldu vatni og ekki nota heitara en 30° heitt vatn.
  • Til öryggis skal þvo flíkurnar með öðrum flíkum að svipuðum lit þar sem litur getur skolast aðeins úr og þá sérstaklega hjólabuxunum.
  • Rennilásar og franskir rennilásar ættu að vera upprenndir til þess að draga úr hættu á skemmdum úr frá þeim.
  • Notið lítið magn af þvottaefni eða notið sérstakt þvottaefni fyrir íþróttafatnað sem inniheldur ekki hörð virk efni sem geta dregið úr endingu flíkarinnar.
  • Endurskinsfatnað er best að geyma á utanverðu. Sífellt nudd og snerting við efnið getur rispað yfirborðið á endurskininu.
  • Hengja skal fatnaðinn til þerris en helst ekki í beinu sólarljósi.
  • Ekki skal nota þurrkara.
  • Ekki fara með fatnað í þurrhreinsun.
  • Ekki skal nota bleikingarefni við þrif.
  • Ekki skal nota mýkingarefni.
  • Að sjálfsögðu er svo best að geyma flíkurnar þurrar svo þær úldni nú ekki ;) 

Vinsamlegast athugið að skemmdir á fatnaði vegna lélegrar umhirðu eða þvottar er ekki á ábyrgð pedal.is. Ef þú ert í vafa með umhirðu, skoðið þá þvottaleiðbeiningar sem fylgja flíkinni eða verið í sambandi við okkur á pedal@pedal.is