Alba Optics - Nýtt og ferskt

Við kynnum með stolti Alba Optics, gleraugu sem eru hátæknileg og sjúklega flott.

Alba Optics er fyrirtæki sem fór af stað með markmiði tveggja félaga, þeirra Piergiogio og Luca; Að endurgera hönnun Ítalskra hjólreiðagleraugna frá níunda áratugnum með nýjustu tækni. Úr varð fyrsta týpa Alba Optics, the DELTA. Gleraugun eru framleidd á Ítalíu og var landið kosið vegna djúprar tengingar við hjólreiðar og gleraugna hönnunarmenningu.

Allar linsurnar í gleraugunum, sama hvernig þær eru á litin eru VZUM linsur sem eru framleiddar með því markmiði að einfaldlega veita bestu mögulegu frammistöðuna í sólgleraugum í hvaða veðri sem er, við hvaða aðstæður sem er. 

VZUM linsurnar eru einstaklega vandaðar, þær eru með sterk birtuskil og skila sterkum litbrigðum sem aftur verður til þess að sýnin verður mjög skörp og greinileg. Þetta skilar sér allt í minna þreyttum augum og ánægjulegri útivist.  Notuð er base 6 non-centered tækni sem gerir það að verkum að fullur fókus án bjögunar næst hvert sem horft er út úr glerinu og kemur þannig í veg fyrir þreytu og hausverk. Þetta er gert með því að hafa linsuna misþykka, hún er þykkust í miðjunni og þynnist svo út til kantanna.

Linsurnar eru smíðaðar úr mjög léttu Polycarbonate plasti sem er gríðarlega sterkt og endingargott plastefni. Í öllum VZUM linsum er fjöldi laga sem gerir þessi gleraugu svo einstök, hver linsa er með lag sem ver augun fyrir UV bylgjum, það er lag sem minnkar allan glampa og loks eru þau olíufilmuð sem gerir þrif mun auðveldari og vatn rennur betur af þeim.

Fyrirtækið er ungt en hefur frá upphafi unnið með hjólreiðafólki út um allan heim en með því samstarfi hefur Alba Optics einsett sér að framleiða falleg gleraugu sem standast hæðstu gæðakröfur. Piergiogio og Luca eru báðir miklir hjólarar og útvistarmenn svo gleraugun eru hönnuð með þessar þarfir að leiðarljósi.

Hér á Pedal.is munum við til að byrja með bjóða upp á þrjár týpur; Delta, Stratos og Solo. Öll þessu gleraugu eru mjög mismunandi að útliti og hafa mismunandi eiginleika. Á næstu stigum verður boðið upp á stakar linsur til að skipta út í Stratos og Delta, sem og sjónglerjaklemmu sem auðvelt er að festa innan á rammann. Með þessu er hægt að láta setja sín sjóngler í klemmuna og smella inn í gleraugun þegar þér hentar.

Í öllum týpunum eru framleidd svoköllum Photochromic linsur en það eru linsur sem eru í grunninn ljósar en dekkjast svo þegar sólin skín á þær.

Ekki hika við að heyra í okkur ef þig langar í eitthvað af Alba Optics síðunni sem er ekki til hjá okkur, þá bara kippum við þeim með í næstu pöntun :)