CYTECH púðinn

Þessi púði er sá sem breytti leiknum fyrir okkur. Enginn púði hentar okkur jafn vel og finnum við sérstaklega fyrir því um leið og æfing eða hjólatúr verður lengri en 90 mínútur.

Nú höfum við átt elstu Pedla bibs-in okkar í 3 ár og notað mjög mikið, alltaf í lengri túrum og í öllum keppnum en samt er púðinn ennþá sá besti. Það er í raun þessi púði sem bjargaði geðheilsunni og klof-heilsunni. Já það þýðir ekkert að skauta fram hjá því að allskonar vandamál geta komið frá klofinu... ekki bara börn... heldur svo margt annað og margt sem getur haft langtíma áhrif ef ekkert er aðhafst. Auðvitað skiptir hnakkurinn sjálfur heilmiklu máli en buxurnar ekki minna máli.

Carbonium Road Perforamance CYTECH púðinn í öllu The Pedla buxunum sem gefur aukin afköst og einstök þægindi. Púðinn er góður fyrir allt að 7 klukkustunda hjólaferðir og eru mismunandi púðar í kvenna og karla buxum sem eru hannaðir út frá líkamsbyggingu kynjanna.