Einu sinni á ári...

bjóðum við upp á 30% afslátt á Alba Optics gleraugum og aukahlutum í tilefni SinglesDay 11. nóvember.

Alba Optics gleraugun eru hönnuð og framleidd á Ítalíu hefur fyrirtækið alla tíð staðið stolt við bakið á íþróttamönnum um allan heim, með djúpri virðingu fyrir þeim sem leggja sig fram um að bæta árangur sinn og gera drauma sína að veruleika. Alba leggur áherslu á að bjóða upp á hönnunarvöru sem er falleg og uppfyllir hæstu frammistöðukröfur sem mögulegar eru.

Alba Optics gleraugun henta í alla útivist, og deilir fyrirtækið ástríðu okkar fyrir hjólamenningu, útivistaríþróttum og náttúru. Þessum gildum er fagnað með hönnun Alba Optics, herferðum og samfélagsverkefnum.

Gleraugun frá Alba Optics koma í nokkrum mismunandi tegundum svo auðvelt er að týnast í úrvalinu enda mikið úrval linsa í boði og nokkrir mismunandi litir á römmum einnig í hverri tegund. Skoða úrval.

Við gerðum bækling um Alba optics vörurnar um daginn sem átti að auðvelda ykkur að meta hvaða útlit/týpu og hvaða linsu mynda henta ykkur sem best... en svo á endanum snýst þetta oft mikið um lúkkið. Hvaða lúkk hentar þér best eða fílar þú mest? 

Við vitum að stundum bara þarf maður að prufa til að vita og við höfum alltaf boðið upp á frábæra þjónustu hvað það varðar. Það er frí heimsending ef verslað er yfir 15.000 kr og svo fylgir alltaf frí endursending svo það er hægt að skila og skipta. Einnig er lítið mál að kíkja til okkar á lagerinn á Akureyri fyrir þau sem eru þar á ferðinni <3 

Svo auðvitað það sem er ein mesta snilldin við þessu gleraugu er hversu auðvelt það er að skipta um linsur í Delta, Stratos og Mantra gleraugunum svo maður getu breytt lúkkinu auðveldlega.

Ýtið á myndina til að opna Leiðavísinn

Vonandi hjálpar leiðavísirinn í leitinni að útvistagleraugum sem henta þér.

Endilega sendið okkur línu ef einhverjar spurningar vakna. Við erum á pedal@pedal.is, messenger á Facebook og á Instagram :)

Freyja og Hafdís