Ekki bara föt til að hjóla í

gönguskíði madshus pendla

Freyja í Pedla ChillBLOCK jakka, Core vesti og með Roubaix neck gaiter

Sem ótrúlega hagsýnar húsmæður (eiginmenn okkar eru alls ekki sammála þessari skilgreiningu) þá höfum við að sjálfsögðu prufað okkur áfram með notagildi hjólreiðafatnaðarins. Við viljum auðvitað reyna að nota þessi föt meira svo við getum fyrr réttlætt kaup á nýjum fötum.

Eitt af því sem við höfum komist að er að hjólajakkar, -peysur og -vesti ganga mjög vel upp á gönguskíðum... hreinlega hlaupa upp brekkurnar (lol).

Freyja er ekki bara hjólari heldur líka skíðagöngukona sem leiðbeinir byrjendur á námskeiðum og finnst bara ógeðslega gaman að skíða þegar færi gefast. Hún notar ansi oft hjólafötin sín í skíðagönguna og tók saman kosti og galla þess nota hjólajakka, -peysur og -vesti á skíðin.

Kostir:
  • Frábær efni sem anda vel
  • Bakvasar ansi þægilegir fyrir síma og jafnvel nesti á lengri leiðum
  • Thermal efni henta vel í kalda veðrið
  • Efni og snið hönnuð til að draga úr vindmótstöðu
  • Undirskyrtur (e.baselayer) hentugur til að draga svitann frá líkamanum og tempra hann
  • Falleg föt, töff og gaman að vera ekki eins og ALLIR hinir í brautinni
  • Vesti eru stundum aðeins lausari en peysur og henta því vel yfir þær peysur sem eru stuttar að framan.
  • Flíkin notuð meira, eykur notagildi hennar og minni sóun ;)
Gallar:
  • Sum föt eru þröng yfir axlir og henta því illa
  • Peysur í keppnissniði eru oft stuttar að framan

Eins og sést á þessari upptalningu eru kostirnir heldur fleiri en gallarnir, einnig má nota hálskraga, vettlinga, sokka og eiginlega bara allt nema púðabuxur á skíðin, í göngutúra, fjallgöngur og fleira.

Við vonum að þið hendist aðeins út fyrir kassann og prufið.

Förum lengra og njótum meira.

 

Monton skíðaganga

Hér í Monton thermal vesti sem er væntanlegt.