FlassSala

Okkur finnst skemmtilegt að prufa nýja hluti og FlassSala er eitt af því nýja sem okkur langar að prufa með ykkur.

Hugmyndina fengum við frá útlöndum, kallast þar Flash Sale, og virkar eins og örstutt og örlítil útsala. FlassSalan verður næstu fjögur fimmtudagskvöld kl. 21:00 á Instagram og Facebook og virkar þannig að við setjum inn 5 stakar flíkur sem verða á 40-70% afslætti. Þetta geta verið flíkur sem eru að hætta í sölu hjá Pedal.is og eru aðeins til í stökum stærðum, sýnishorn eða lítið notaðar flíkur sem eru hættar. Reglurnar eru einfaldar, það er fyrstur kommentar fyrstur fær. Sá sem kommentar fyrstur fær 30 mínútur til að greiða fyrir vöruna með millifærslu og við sendum hana frítt daginn eftir. Engin réttur fylgir til að skila eða skipta vörunni.

Við hlökkum til að prufa þetta með ykkur í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 7. október kl. 21:00 - Verið tilbúin því þetta gæti orðið crazy :D