Að detta eða ekki detta?

40% afsláttur ef þú lendir í slysi

Okkar aðal markmið er að veita góða þjónustu og teljum við okkur hjá Pedal.is vera alveg geggjaðar í því. Við, Freyja og Hafdís erum ansi kröfuharðar og vitum hvað við viljum og hvernig þjónustu við viljum fá, þess vegna er það ekkert mál fyrir okkur að veita ykkur akkúrat þá topp þjónustu og leggjum við okkur mikið fram til þess að einmitt að mæta kröfuhörðum viðskiptavinum okkar.

Eitt af þeim atriðum sem skilja okkur frá öðrum þegar kemur að þjónustu er að ef þú lendir í því að detta á hjólinu... já við höfum öll dottið þó við séum fullorðið fólk. Hver hefur ekki dottið þegar hann var að læra á smellupedala? Reyna að hoppa upp á kantstein? Reyna að standa af sér rautt ljós? Reyna að prjóna? Reyna að stökkva? Og ef þú hefur ekki dottið þá gæti alveg verið að einhver bremsi fyrir framan þig, keyri þig niður eða hvað annað sem getur gerst og það verið alls ekkert þér að kenna, en fötin þín gætu eyðilagst. Svo lengi sem þú sleppur vel sjálf/ur þá ætti það nú ekki að vera svo slæmt en getur þó verið ansi pirrandi.

... Já og aftur að þjónustunni, við sem sagt bjóðum þér ef þú lendir í krassi og skemmir fatnaðinn sem þú hafðir keypt af okkur einhverntímann á síðustu 12 mánuðunum áður, 40% afslátt af nýjum fötum. Við vonum auðvitað að enginn þurfi að nota sér þessa þjónustu en vitum líka að hún getur komið sér ansi vel því slysin gera svo sannarlega ekki boð á undan sér.

Freyja, verandi þjónustustjóri hjá Sjóvá Akureyri vill þó líka koma því á framfæri að við hjólararnir skoðum hvort við séum ekki örugglega vel tryggð í frítíma og keppnum á hjólinu ;)

Alltaf better to be safe than sorry!

 

Nánar HÉR ef þú lendir í krassi.