Monton á leiðinni

Sumarið er sko aldeilis að koma ... stundum þarf vorið bara að snjóa smá fyrst! Við eigum von á Monton sendingu á næstu vikum og fáum þá áfyllingu á vinsælu Showmi thermal síðu púðabuxurnar, stuttu Monton hjólabuxurnar á brjálæðislega góða verðinu, bæði í kk og kvk sniði. Einnig kemur áfylling á baselayer, bæði þunna og þykka, síðerma og hlýraboli. 

Monton er asískt merki og vegna þess hefur stundum verið erfitt að ákveða stærðir og er stærðataflan frá þeim sem við sýnum á okkar síðu ekki alveg rétt. Okkur hefur fundist hún reikna með alltof stórri stærð í buxum miðað við hvað passar í raun og veru. 

Nú á næstu dögum munum við uppfæra stærðartöfluna svo að þegar nýju vörurnar byrja að streyma inn verður minna vandamál að áætla stærðina sína. Við vitum að þetta er helsta vandamálið þegar maður verslar á netinu... hvaða stærð? En gerum allt sem við getum til að auðvelda ykkur hlutina, sendum auka stykki með til mátunar, bjóðum fría endursendingu og bara nokkurn vegin hvað ykkur hentar. Ef þið eruð svo á Akureyri þá er hægt að koma og máta hjá okkur :D

Síðan ætlum við að taka inn nokkrar Monton thermal jersey - peysur í kk og kvk sniði, hlökkum til að sýna ykkur betur frá þessu þegar það kemur :)

Með bestu kveðju

Freyja og Hafdís

lightgreen cycling thermal jersey khaki thermal cycling jersey monton cycling bib short