Monton breytingar
Þegar við stofnuðum Pedal þá var það einungis útaf því að við elskuðum Pedla buxurnar svo mikið og vildum dreifa boðskapnum, buxurnar breyttu það miklu fyrir okkur sem hjólreiðakonur að við fórum í það að reyna að flytja þær inn. En Pedla er dýrt merki og við vildum halda kostnaði verulega niðri fyrir okkar fólk sem við gerum með mjög lítilli álagningu. Við fórum þó fljótt í það að skoða ódýrara merki sem var þó með gæði á bakvið sig. Við fundum Monton, pöntuðum og prufuðum helling sjálfar áður en við ákváðum að bæta þeim vörum við okkar verslun.
Monton er asískt merki og það verður að segjast að það hefur verið áskorun að finna réttu vörurnar sem passa okkar markaði, bæði vegna stærðar- og veðurfarslegs mismunar. Við fundum þó nokkrar vörur sem við féllum fyrir og höfum hingað til verið að selja en af einhverjum ástæðum hafa þær ekki selst jafn mikið og við héldum. Það kom nefnilega í ljós að okkar viðskiptavinir elska Pedla vörurnar jafn mikið og við og velja þær frekar þó að þær séu dýrari. Það er því komið að því að breyta aðeins hjá okkur, einfalda lagerinn og minnka úrval af Monton vörum. Við ætlum ekki að hætta alveg með Monton því eins og ég sagði þá notum við þær vörur helling og fílum í botn, þó svo að við notum Pedla buxurnar meira.
Við erum búnar að setja upp Lagersölu á Monton, þar eru þær vörur sem eru að hætta seldar á kostnaðarverði.
Vonandi nýtið þið ykkur þetta tækifæri á meðan það gefst og gerið frábær kaup á frábærum vörum. Showmi thermal buxurnar og Pro Joes 2in1 jakkinn eru t.d. vörur sem við höfum notað rosalega mikið í kaldara veðri. Svo eru þarna Lifestyle þunnar kvk síðar bibs og TOPO síðar þunnar púðabuxur fyrir bæði konur og karla - mjög fínar púðabuxur fyrir 10þús kall... það fæst ekki mikið fyrir þann pening í dag!
Athugið að lagersölu vörum fæst ekki skilað né skipt(nema um stærð ef það er til) og fylgir því ekki frí endursending vörunum. En frí sending er á allar sendingar yfir 15.000 kr :)
Með bestu kveðju
Freyja og Hafdís