Frí endursending og Netgíró

netgíró
Við bætum í þjónustuna!
Nú býður Pedal.is upp á fríar endursendingar og Netgíró sem greiðsluleið í vefverslun. Með því erum við að svara kalli viðskiptavina um fleiri greiðsluleiðir sem og auka þjónustuna svo viðskiptin verði einföld, þægileg og að áhættulausu fyrir viðskiptavininn.
Ef varan passar ekki sem þú pantaðir og fékkst senda til þín getur þú endursent hana til okkar þér að kostnaðarlausu og fengið rétta stærð eða aðra vöru senda til baka til þín. Þess að auki bjóðum við áfram fría sendingu ef pantað er fyrir meira en 15.000 kr.

Netgíró er kerfi sem býður notendum sínum upp á að nýta sér 14 daga greiðslufrest, eða borga einn reikning um mánaðarmót – svo er líka ekkert mál að dreifa greiðslunum eða taka lán, bara eins og hentar hverjum og einum. Með þessari greiðsluleið getur fólk stjórnað hvenær það borgar vörurnar sem það kaupir á Pedal.is.