Monton - Nýtt merki komið inn

Það er okkur sönn ánægja að segja ykkur frá því að fatamerkið Monton er komið í sölu á Pedal.is.
Monton er fatamerki sem við kynntumst sumarið 2020 í okkar endalausu leit af góðum vörum á góðu verði. Því jú ef við erum alveg heiðarlegar (sem við heldur betur erum) þá er hjólreiðafatnaður bara ansi dýr! Það á ekki bara við hágæða stöff eins og The Pedla heldur líka mörg önnur merki og verðmiðinn er ekki alltaf að segja rétta sögu hvað gæðin varðar.
Freyja, sem er stundum aðeins of æst í að prufa nýja hluti, ákvað að panta sér nokkrar vörur frá Monton síðasta sumar og þá var ekki aftur snúið. Pantanirnar urðu fleiri og fleiri, við pöntuðum aftur og aftur, meira og meira til að prufa því við trúðum varla hversu hagstætt verðið var og gæðin góð. Nú höfum við verið að nota allskonar fatnað frá merkinu í marga mánuði, bæði innan- og utandyra á hjólinu, og svo líka við aðra útiveru s.s. gönguskíði.

winter monton thermal gilet

Freyja í Monton peysu og vesti á gönguskíðum í vetur.

Okkur líkar það vel við Monton, bæði gæðin og verðmiðann að það var ekkert annað inn í myndinni en að selja Monton ef við færum útí þetta ævintýri og nú 10 dögum eftir opnun vefverslunarinnar þá eru Monton vörurnar komnar inn og á líka þessu góða verði. Okkur þykir nefnilega mikilvægt að allir séu með góðan púða í klofinu og líki vel við fatnaðinn sem það hjólar í, hvort sem fólk hjólar í 3 eða 15 klukkutíma á viku. 

Monton býður upp á fjölbreytt úrval af allskonar hjólreiðafatnaði, í fullt af litum og mynstrum, þó að við séum soltið safe í litavalinu á pedal.is þá vonum við að þið takið vel á móti Monton merkinu því það er ekkert á leiðinni út aftur ef marka má okkar reynslu af því.

Til að byrja með bjóðum við upp á stuttbuxur (bibs) fyrir bæði konur og karla sem og stutterma treyjur. Innan skamms munu svo bætast við síðar hlýjar buxur og fallegar hlýjar síðerma peysur, svo jafnvel jakkar, vesti og fleira og fleira. Við hlökkum til að vaxa áfram með ykkur og njóta meira!


Winter jacket Monton

Á myndinni má sjá Hafdísi svona líka alsæla í ágúst morgunsólinni

- Monton hlýjar síðar buxur og Monton jakki-

Skoða allt Monton