Opnun Pedal.is

Jæja það er komið að því eftir frekar stutta fæðingu að við opnum Pedal.is og bjóðum ykkur velkomin hingað inn. Við, Freyja og Hafdís erum ekkert mikið að tvístíga með hlutina, við bætum hvor aðra upp í þeirri deild, en vorum þó lengi búnar að ganga með þessa hugmynd í kollinum, að opna hjólafatabúð. Við auðvitað elskum hjólaföt, ekki bara því okkur finnst gaman að fá eitthvað nýtt heldur er þetta fatnaður sem þarf að vera góður á svo margan hátt og eftir því sem við hjólum meira þeimur mikilvægara er að vera í góðum hjólreiðafatnaði. 

Fyrir okkur snýst hjólreiðafatnaður um lífsgæði en við höfum komist að því á eigin klofi að góður púði í hjólabuxum getur skipt sköpum (pun inteded). Það er ekki nóg að lúkka vel heldur þarf fatnaðurinn að passa rétt, veita skjól fyrir veðrum og vindum, vera þægilegur að klæðast í lengri tíma, anda vel og ekki skemmir fyrir ef manni líður bad-ass í kittinu OG það er það sem við viljum að þið finnið líka.

Við ætlum að gera okkar allra besta í að veita ykkur góða þjónustu og gerum við það meðal annars með því að prufa vörunar áður en við setjum þær í sölu, selja vörur í mismunandi verðflokkum, bjóða upp á sérpöntun á The Pedla vörum frá Ástralíu, ábyrgjumst hraða og örugga þjónustu og til að byrja með bjóðum við upp á fría heimsendingu á næsta pósthús innanlands.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur og vonum að við munum eiga gott framtíðar samband.

Hjólum lengra og njótum meira!