RideCAMO sérpöntun

Við elskum ný hjólaföt

...eins og hefur komið fram hér áður hehe... og við elskum að geta fært ykkur ný og falleg föt þegar þau koma í sölu erlendis. Við höfum þó áttað okkur á að þessi litla vefverslun Pedal.is getur ekki verið með allar vörurnar frá The Pedla á lager, þó okkur langi það mikið! Við ætlum því að prufa nýtt fyrirkomulag, eins og til dæmis núna með RideCAMO línuna sem var að koma út í júlí.

Við bjóðum uppá að sérpanta vörur úr nýjustu línunni frá The Pedla á 20% afslætti.

RideCAMO línan inniheldur stutterma treyjur, síðerma treyju og ChillBLOCK jakka í glæsilegum navy lit fyrir bæði konur og karla. Það er nýjung hjá Pedla að vera með ChillBLOCK jakka í þessari línu enda að koma sumar þarna úti í Ástralíu, en við viljum meina að það sé vegna aukinnar pressu frá okkur um fleiri hlýjar flíkur fyrir íslensku sumrin ;)

Þessar vörur verða ekki til á lager hjá okkur heldur einungis í boði í gegnum sérpöntun en 20% afslátturinn gildir til 20. júlí 2022 og kemur sjálfkrafa á þegar vara er sett í körfuna.

Pöntunin ætti að berast okkur fyrir versló ef allt gengur að óskum <3 

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá bara hendið á okkur línu, við elskum nefnilega líka að aðstoða ykkur. Munið svo að við bjóðum uppá fría heimsendingu.

Skoða úrval

psssst þessi fallegu vesti koma í sölu í ágúst ;)