Sendum frítt og eitthvað nýtt

Nú vorum við að enda við að setja inn áfyllingar á lager af The Pedla vörum og því tilvalið að kíkja á úrvalið áður en birgðir klárast. Fyrsta pöntunin okkar var fljót að fara og erum við gríðarlega þakklátar fyrir góðar móttökur.

Núna eiga allar tegundir púðabuxna frá Pedla að vera til í öllum stærðum, einnig er komið meira af Neon rauðu ChillBLOCK jökkunum, svartir Roubaix jakkar fyrir strákana og dökkbláir fyrir stelpurnar. Okkur til mikilla ama hafa bæði svörtu og dökkbláu kvenna Roubaix jakkarnir selst upp hjá Pedla en við vonum þó að þeir komi aftur.

Að auki höfum við bætt við sokkum, hálskrögum og vettlingum við úrvalið. Þetta eru aukahlutir sem okkur þykir ómissandi, bæði af því að okkur líkar rosalega vel við gæðin og notagildið en líka því þeir setja punktinn yfir i-ið í dressinu :)

Við minnum á að sendingarkostnaður er frír til 1. apríl og hvetjum ykkur til að nýta það.

pedla hálskragi