Sérpöntun - WHY?

Á síðunni okkar er hægt að sérpanta vörur frá The Pedla en okkur fannst mikilvægt að geta boðið upp á þessa þjónustu, því þetta er það sem höfum viljað frá fyrirtækjum sem við höfum verslað við.

Fyrirtækið okkar er ungt og viljum við byrja smátt og byggja það skynsamlega upp. Að því sögðu er lagerinn okkar ekki stór og getum við ekki boðið upp á allar þær sjúklega flottu vörur sem Pedla framleiðir en svo að þú þurfir ekki að kveljast þá bara sendir þú okkur línu á pedal@pedal.is og við sérpöntum fyrir þig það sem þig langar í án aukakostnaðar.

Ekki hika við að heyra í okkur ef þú hefur einhverjar spurningar!

Njótum meira

Freyja og Hafdís