Þín persónulega jólagjafahandbók
Við bjóðum uppá fyrsta flokks þjónustu og aðstoðum þig alla leið með jólagjöfina handa þínum hjólara. Við vitum að það getur verið ansi strembið að finna réttu gjöfina og viljum gera allt til að auðvelda ykkur lífið. Þess vegna bjóðum við uppá:
- Persónulega jólagjafahandbók
- Jóla-innpökkun með þínum persónulegu skilaboðum
- Gjafabréf - Rafræn eða útprentuð
- Frí sending fyrir allar pantanir í desember og alltaf frí endursending
Persónuleg jólagjafahandbók: Sendu okkur línu um þinn hjólara og við sendum þér til baka ýmsar hugmyndir af jólagjöfum sérsniðna fyrir þinn hjólara. Því meiri upplýsingar sem þú sendir, jafnvel mynd, þeimur aðsniðnari handbók færðu ;)
Jóla-innpökkun: Sama hversu stór eða lítill pakinn er, þá pökkum við honum inn í jólapappír, skrifum þín persónulegu skilaboð eða sendum tóman merkimiða með. Eina sem þú þarft að gera er að senda okkur línu um að þú viljir innpökkun og hvaða skilaboð þú vilt að komi fram.
Gjafabréfið: Þú getur keypt það á síðunni okkar og færð þá sendan rafrænan kóða en ef þú vilt fá það útprentað þá sendir þú okkur línu við kaupin og við græjum Gjafabréfið, pökkum því inn í jólapakka ásamt fríum Pedal Beyond sokkum.
Frí sending: Í desember bjóðum við fría heimsendingu af öllum pöntunum og eins og alltaf þá fylgir frí endursending, svo það er ekkert mál að skipta og skila. Skoðið endilega skilareglurnar okkar, en þær eru einstaklega kaupendavænar :D
Við hreinlega elskum að aðstoða ykkur í að finna hvað hentar ykkur best og ykkar uppáhalds hjólara.
Minnum á að vera tímanlega í að panta, síðasti pöntunardagur hjá okkur er 19. desember svo hægt sé að tryggja að sendingin skili sér fyrir jól, nema fyrir þá sem eru á Akureyri, þá er hægt að nálgast pantanir fram til 23. desember.
Gleðilega hátíð kæru vinir og takk fyrir frábærar stundir á þessu fyrsta ári okkar í Pedal. Megi hátíðarnar færa ykkur mikinn frítíma sem þið eyðið fallega á hjólinu ;)
Jólakveðjur
Freyja og Hafdís