Verslunin hættir
Kæru bestu Pedal vinirnir okkar
Við höfum aldeilis fréttir að segja ykkur!
Nú fjórum árum eftir að við opnuðum pedal.is höfum við Freyja og Hafdís ákveðið að hætta með búðina. Allt hefur sinn tíma og sinn sjarma en núna er kominn tími til að breyta til. Þetta hefur svo sannarlega verið frábært gefandi ferðalag sem við höfum lært alveg helling á og kynnst fullt af frábæru fólki í gegnum. Já, þið eruð mörg orðnir góðir vinir okkar sem við kunnum rosalega að meta og hvernig þið hafið tekið því sem við vildum bjóða er beyond ótrúlegt. Við erum ykkur innilega þakklátar fyrir allt á þessum fjórum árum.
- Með þessum pósti viljum við koma á framfæri nokkrum praktískum hlutum.
- Þið sem eigið inneign/gjafakort, endilega notið það sem fyrst.
- Ekki verður hægt að skila eða skipta þeim vörum sem keyptar eru héðan í frá.
- Það er útsala í gangi á síðunni okkar sem heldur áfram, lítið er eftir í stærðum og hvetjum við ykkur til þess að gera góð kaup á meðan það er hægt.
- Við bjóðum þyrstum Pedla og Alba notendum upp á að vera með í einni loka sérpöntun. Sendu okkur línu á pedal@pedal.is með upplýsingum um hvaða vöru/stærð þú vilt panta. Pöntun og greiðsla þarf að vera komin fyrir 2. febrúar 2025.
Nú ef að þú elsku vinur hefur áhuga á að gera eitthvað nýtt á nýju ári og langar að taka við Pedal.is þá erum við mjög opnar fyrir því enda frábær vörumerki sem við höfum boðið uppá sem hafa fallið vel í kramið hjá notendum þeirra. Og mikil tækifæri!
Með ást, virðingu og miklu þakklæti fyrir viðskiptin og samskiptin
Freyja og Hafdís <3