Delta SAG KING
Delta SAG KING
  • Load image into Gallery viewer, Delta SAG KING
  • Load image into Gallery viewer, Delta SAG KING

Delta SAG KING

Merki
Alba
Verð
30.900 kr
Útsöluverð
30.900 kr
Verð
Uppselt
Verð vöru
per 
Virðisaukaskattur er innifalinn. Sjá upplýsingar um Sendingarkostnað

Fislétt og fjölhæf!

Sage grænn rammi með gylltri KING linsu.

King: Er mosa grænleit linsa sem ýkir upp kalda liti í mjög sterkum birtuskilyrðum, þetta er hin fullkomna linsa í fjallaferðir og íslenskar vetrarferðir.
Cat 3

Þyngd gleraugna 26 gr.

Delta gleraugun eru meistaraverk á allan máta, þau eru ótrúlega öðruvísi flott, þau eru mjög góð tæknilega og hylja 180° gráðu sjónsvið. Þeirra verkefni er að fjarlægja alla utanaðkomandi birtu án þess að vera fyrir augunum og anda sérstaklega vel ásamt því að vera ótrúlega létt en haldast samt á sýnum stað. Þetta eru ekkert litlar kröfur en þau uppfylla þær og rúmlega.

Þrátt fyrir að glerin í Delta gleraugunum nái yfir 180 gráður eru þau sérstaklega hönnuð til að koma í veg fyrir bjögun og sjónskekkju. Þannig vilja ódýrari gleraugu oft mynda bjögun eða skekkju þegar horft er til hliða eða upp og niður. Við það myndast þreyta í augum og við förum að missa fókus og jafnvel fá höfuðverk. Þessu er brugðist við með Base 6 non-centered tækni sem gerir það að verkum að fullur fókus án bjögunar næst hvert sem horft er í glerinu og kemur þannig í veg fyrir þreytu og hausverk. Allt þetta gerir að verkum að minni orka fer í að hreyfa höfuðið í leit af rétta gírnum eða fylgjast með umferð annara, augun geta séð um það verkjalaust.

Gleraugun eru með góðri öndun fyrir ofan gler, hægt er að skipta um linsur í þeim, þannig að ef linsan rispast eða skemmist er hægt að kaupa nýja, eða eiga fleiri en einn lit eða sjálfdekkjandi linsu sem stillir sjálf birtustigið í gleraugunum. Arma-endarnir eru nettir og sveigjanlegir sem liggja vel að húðinni og halda gleraugunum vel á sínum stað.

Rammi TR90 sem er blanda af koltrefjum (carbon fiber) og nylon, sem gerir þessi gleraugu 20% léttari en önnur sambærileg gleraugu. Þá er ramminn einnig mjög sveigjanlegur en réttir sig sjálfur ávallt til baka í upphaflega stöðu.

Gleraugun koma í harðri öskju og fylgir með mjúkur trefjapoki sem ver gleraugun þegar þau eru ekki í notkun og klútur til að þrífa linsurnar ásamt festingar ól sem hægt er að smella á gleraugun til að forða því að þau detti í jörðina eða leyfa þeim að hanga utan um hálsinn.

VZUM linsurnar frá Alba Optics eru framleiddar með háleit markmið í huga.
Að veita einfaldlega bestu mögulegu frammistöðuna í sólgleraugum í hvaða veðri sem er, við hvaða aðstæður sem er. 

VZUM linsurnar eru einstaklega vandaðar, þær eru með sterk birtuskil og skila sterkum litbrigðum sem aftur verður til þess að sýnin verður mjög skörp og greinileg. Þetta skilar sér allt í minna þreyttum augum og ánægjulegri útivist.

VZUM linsurnar nota base 6 non-centered tækni sem gerir það að verkum að fullur fókus án bjögunar næst hvert sem horft er í glerinu og kemur þannig í veg fyrir þreytu og hausverk. Þetta er gert með því að hafa linsuna misþykka, hún er þykkust í miðjunni og þynnist svo út til kantanna.

Linsurnar eru smíðaðar úr mjög léttu Polycarbonate plasti sem er gríðarlega sterkt og endingargott plastefni. Í öllum VZUM linsum er fjöldi laga sem gerir þessi gleraugu svo einstök, hver linsa er með lag sem ver augun fyrir UV bylgjum, það er lag sem minnkar allan glampa og loks eru þau olíufilmuð sem gerir öll þrif mun auðveldari og vatn rennur betur af þeim.