
SOLO hafa verið uppfærð!
Gleraugun eru fyrir ævintýrafólkið sem velur að líta vel út. Þau henta vel í malarhjólreiðar, fjallahjólamennsku, fjallaskíði, fjallgöngur, sjósport og svo margt fleira.
PLASMA: Er fjólublá speglalinsa sem veitir hámarksvörn í öllum birtuskilyrðum með frábæri vörn fyrir bláu ljósi og UV geislun, linsan ýkir ekki liti eins og litaðar linsur heldur tryggir rétta liti með örlítið meiri birtuskilum.
Þau eru með hliðum sem hægt er að fjarlægja þegar skyggja tekur og apres partýið tekur við, og einnig má fjarlægja miðjuhlífina með sérstakri gítarnögl sem fylgir með - sem er líka fullkomin í partíið!
Gleraugun koma í harðri öskju og fylgir klútur til að þrífa linsurnar sem og nylon ferðapoki sem ver gleraugun þegar þau eru ekki í notkun og hægt að smella honum beint utan á bakpokann.
Þyngd: 34 grömm
VZUM linsurnar frá Alba Optics eru framleiddar með háleit markmið í huga.
Að veita einfaldlega bestu mögulegu frammistöðuna í sólgleraugum í hvaða veðri sem er, við hvaða aðstæður sem er.
VZUM linsurnar eru einstaklega vandaðar, þær eru með sterk birtuskil og skila sterkum litbrigðum sem aftur verður til þess að sýnin verður mjög skörp og greinileg. Þetta skilar sér allt í minna þreyttum augum og ánægjulegri útivist.
VZUM linsurnar nota base 6 non-centered tækni sem gerir það að verkum að fullur fókus án bjögunar næst hvert sem horft er í glerinu og kemur þannig í veg fyrir þreytu og hausverk. Þetta er gert með því að hafa linsuna misþykka, hún er þykkust í miðjunni og þynnist svo út til kantanna.
Linsurnar eru smíðaðar úr mjög léttu Polycarbonate plasti sem er gríðarlega sterkt og endingargott plastefni. Í öllum VZUM linsum er fjöldi laga sem gerir þessi gleraugu svo einstök, hver linsa er með lag sem ver augun fyrir UV bylgjum, það er lag sem minnkar allan glampa og loks eru þau olíufilmuð sem gerir öll þrif mun auðveldari og vatn rennur betur af þeim.