Nýr litur í Stratos ramma
STRATOS eru hreinræktuð íþrótta gleraugu þau eru fislétt eða aðeins 24gr. og þau hylja augun mjög vel sem tryggir gott sjónsvið, færð ekki vind í augun og verja augun gegnt aðskotahlutum.
F-lens RKT: Er sjálfdekkjandi linsa (photochromic) með speglahimnu. Linsan tryggir að þú sjáir alltaf hlutina í réttu ljósi. Linsurnar bregðast hratt við birtu breytingum og lýsa eða dekkja sig sjálfar eftir því hvað hentar. Linsan byrjar ljósgul og breytist svo yfir í dökkgráa speglalinsu, eins og Alu linsann.
Cat 0-3
Ramminn er Crystal Glossy eða í raun alveg glær. Ekki matt/glær eins og SNW ramminn.
Þessi gleraugu eru með eins góða öndun og hægt er, með því að vera rammalaus með öllu og með öndunarop í miðju gleri er tryggt eins og hægt er að koma í veg fyrir móðumyndun á glerjunum.
Gleraugun eru þannig úr garði gerð að þau valdi sem minnstu áreyti fyrir hjólaran, með léttleikanum og rammalausu glerinu finnur þú ekki fyrir gleraugunum og getur beitt allri þinni orku í lappirnar. Til að tryggja að gleraugun passi fyrir hvern og einn eru spángirnar stillanlegar í fjórar mismunandi lengdir.
Hægt er að skipta um gler og er það ótrúlega auðveld aðgerð þar sem spöngunum og nefstykkinu er einfaldlega smellt af og sett á nýja glerið.
Spangir TR90 sem er blanda af koltrefjum (carbon fiber) og nylon, sem gerir þessi gleraugu 20% léttari en önnur sambærileg gleraugu. Þá eru spangirnar einnig mjög sveigjanlegur en rétta sig ávallt til baka í upphaflega stöðu.
Þyngd gleraugna 24 gr.
Gleraugun koma í harðri öskju og fylgir með mjúkur trefjapoki sem ver gleraugun þegar þau eru ekki í notkun og klútur til að þrífa linsurnar.
VZUM linsurnar frá Alba Optics eru framleiddar með háleit markmið í huga.
Að veita einfaldlega bestu mögulegu frammistöðuna í sólgleraugum í hvaða veðri sem er, við hvaða aðstæður sem er.
VZUM linsurnar eru einstaklega vandaðar, þær eru með sterk birtuskil og skila sterkum litbrigðum sem aftur verður til þess að sýnin verður mjög skörp og greinileg. Þetta skilar sér allt í minna þreyttum augum og ánægjulegri útivist.
VZUM linsurnar nota base 6 non-centered tækni sem gerir það að verkum að fullur fókus án bjögunar næst hvert sem horft er í glerinu og kemur þannig í veg fyrir þreytu og hausverk. Þetta er gert með því að hafa linsuna misþykka, hún er þykkust í miðjunni og þynnist svo út til kantanna.
Linsurnar eru smíðaðar úr mjög léttu Polycarbonate plasti sem er gríðarlega sterkt og endingargott plastefni. Í öllum VZUM linsum er fjöldi laga sem gerir þessi gleraugu svo einstök, hver linsa er með lag sem ver augun fyrir UV bylgjum, það er lag sem minnkar allan glampa og loks eru þau olíufilmuð sem gerir öll þrif mun auðveldari og vatn rennur betur af þeim.