Monton eyrnabandið er úr mjúku efni með flís að innan. Efnið er mátulega þykkt undir hjálminn en nógu þétt til að halda vindinum frá eyrunum og halda góðum hita.
Bandið er breiðara yfir eyrum sem eykur enn á virkni þess að halda inni hitanum sem og það rennur ekki upp undir hjálminn.
Kemur í einni stærð sem hentar öllum, 53 cm ummál.