Sjáumst vel
RideFLASH / Reflective skóhlífarnar eru léttar og meðfærilegar, framleiddar úr ítölsku SkinTECH efni með ytra byrði úr 26% gleri í Vizlite™ endurskinsefninu sem sést vel í myrkri. Efnið er sýnilegt í allt að kílómetra fjarlægð þegar ljós skín á það.
Skóhlífarnar eru vatnsfráhrindandi en ekki vatnsheldar. Við mælum frekar með SuperDRY / Continental skóhlífunum ef á að nota þær í miklu vatnsveðri. Rennilásinn er vatnsheldur en efnið sjálft hleypir vatni í gegn.
Skóhlífarnar eru hannaðar til þess að veita sem minnsta vindmótstöðu ásamt því að vera mjög góð vernd fyrir kulda og er sýnileikinn uppá tíu!
Það er eiginlega nauðsynlegt að eiga góðar skóhlífar ef þú ert hjólreiðakona eða -maður á Íslandi hvort sem þú notar hjólið sem samgöngutæki, til æfinga og keppna eða til gamans, þá er aldrei gott að vera með frosnar tær.
Athugið: Vegna eðlis gler-endurskinsefnisins þá getur það skemmst með tímanum ef það kemst ítrekað í snertingu við hörð/hrjúf yfirborð sem rispa efnið og skrapa í burtu öreindirnar sem endurkasta ljósi af efninu.
Stærðartafla í cm
X-Small | 35-37 |
Small | 38-41 |
Medium | 42-44 |
Large | 45-48 |