Verndum þessi tásukrútt
SuperDRY / Continental skóhlífarnar eru léttar og meðfærilegar, framleiddar úr ítölsku SkinTECH efni. Þær henta vel í blautu veðri sem og að vera góð vernd fyrir kulda. Ytra lagið er vatnshelt en innra lagið er flísefni.
Skóhlífarnar eru hannaðar til þess að veita sem minnsta vindmótstöðu ásamt því að vernda fæturnar frá kulda og bleytu. Á hægri fæti er Pedla merkið í endurskini, ásamt minna endurskini á fleiri stöðum. Rennilásinn er vatnsheldur*.
Það er eiginlega nauðsynlegt að eiga góðar skóhlífar ef þú ert hjólreiðakona eða -maður á Íslandi hvort sem þú notar hjólið sem samgöngutæki, til æfinga og keppna eða til gamans, þá er aldrei gott að vera með frosnar tær.
Stærðartafla í cm
X-Small | 35-37 |
Small | 38-41 |
Medium | 42-44 |
Large | 45-48 |
*Vatnsheldur= Vatnstefjandi, skóhlífarnar eru svo sannarlega ekki alveg vatnsheldar ef þú ert að hugsa um að skella þér í vað ;)