Hlýjir, fallegir og þægilegir vettlingar.
Vettlingarnir eru ofnir úr þriggja laga efni, þar af er eitt af lögunum vatnsheld himna svo að vettlingarnir halda góðum hita í hvernig veðri sem er, mælum þó með þykkri vettlingum ef farið er út að hjóla í frosti.
Létt efni sem teygjist og andar vel. Sílikon doppur inni í lófanum passa að þú haldir góðu gripi jafnvel þó það rigni.
Vettlingarnir koma í einni stærð sem hentar flestum þar sem þeir eru teygjanlegir og saumlausir. Lengd frá úlnlið að fingurgóm er 18-25 cm.
Helstu eiginleikar:
-
Með "Touchscreen technology" á þumli og vísifingri.
-
Þriggja laga ofið efni.
-
Vatnsheld himna.
-
Léttir og þægilegir.
-
Góðir öndunareiginleikar
-
Sílkon áprentaðar doppur inn í lófa fyrir aukið grip.