
Hinar fullkomnu alhliða hjólabuxur fyrir hvern sem er
The Pedla hefur nú sett á markað nýja línu, Classic, sem samanstendur af góðum vörum á góðu verði. The Classic braceless short eru púðabuxur með engum axlaböndum. Buxurnar eru þægilegar og klæðilegar sem eru hannaðar með fjölhæfni í huga því hægt er að nota þær einar og sér eða innan undir aðrar buxur.
Braceless short buxurnar henta því í allskonar hjólreiðar hvort sem það er að hjóla í vinnuna, á fjallahjólið, innandyra í spinning eða hjólaþjálfun eða hvaða tækifæri sem er þegar axlarböndin eru ekki jafn nauðsynleg.
Buxurnar eru út mjög teygjanlegu efni sem heldur þó vel að, sniðið fellur vel að líkamanum og er "form-fitting design". Neðst á buxunum er flatur saumur og stroff sem er með silikon doppum að innan til að halda buxunum á sínum stað. Buxurnar ná hátt upp í mittið og eru með breiða teygju svo þær renna ekkert niður en skerast heldur ekki óþægilega inn í mittið.
Púðinn í buxunum er Elastic Interface® chamois. Þetta er ekki sami púði og í SuperFit G+ buxunum frá Pedla en virkar þó mjög vel í allt að 3 klst +
Buxurnar mátast aðeins stærri en SuperFit buxur en svipaðar og SuperFLEECE buxur, það er að segja að efnið gefur betur eftir heldur en á SuperFit buxunum sem eru mjög mikið compression.
Hvort sem þú ert byrjandi eða hefur hjólað í mörg ár, þá eru þessar buxur fullkomin viðbót í skápinn fyrir fjölbreytileika og þægindi.
Helstu eiginleikar vörunnar:
- Engin axlabönd
- Efni: 72% Polyamide 28% Elastane
- Þétt compression snið án þess að kremja
- Elastic Interface Chamois - rated 3+ hrs
- Framhlið sérstaklega hönnuð til að ná vel upp fyrir aðhald
- Flatir saumar á sílikon stroffi sem heldur buxunum á sínum stað.
- 24cm lengd á innanlæris-saumi
Stærðartafla í cm
XS | S | M | L | XL | XXL | |
Mitti | 68 | 74 | 80 | 86 | 92 | 98 |
Innansaumur | 24 | 26 | 28 | 30 | 32 | 34 |
Læri | 43 | 48 | 53 | 58 | 63 | 68 |