
Ef stærðin þín er ekki til á lager, hafðu þá samband við pedal@pedal.is og við skoðum það fyrir þig!
Púðabuxurnar fyrir löngu dagana með extra geymsluplássi
The Off Grid Roamer buxurnar eru hannaðar með hámarks geymslugetu, þægindi og gæði í huga. Frábærar í malarhjólreiðar (gravel), samgönguhjólreiðar og líka þegar þú vilt bara hjóla lengi eitthvert útí buskann eða útí búð ... í raun henta þær bara í allar tegundir hjólreiða.
Roamer buxurnar eru úr "second-skin feel" efni með miðlungs compression en ekki jafn stífar og SuperFIT G+ buxurnar. Flatlock saumar auka þægindin, eru sterkir og minnka líkur á nuddsárum, léttari axlabönd en á fyrri cargo buxum.
Enn þykkara stroff en áður neðan á skálmum, 75mm breitt með silikon doppum að innan til að halda þeim vel á sínum stað og vegna breiddarinnar skerast buxurnar síður inn í læri. Aukin öndun með mesh efni þar sem það þarf og endurskin til að auka sýnileika.
All-Black buxur sem gera þær einstaklega stílhreinar með nokkrum mismunandi geymsluvösum. Vasi á baki, netavasar á utanverðum lærum, ásamt auka renndum vasa öðru megin á lærinu. Púðinn sem notaður er í buxurnar er nýr hjá The Pedla og heitir "EIT premium chamois" lofar fjölda klukkustunda af þægindum á hjólinu.
Ef þú hefur notað SuperFIT buxurnar frá Pedla þá gæti verið að einu númeri minna af þessum passi þér betur þar sem sniðið og efnið í Roamer buxunum er ekki jafn þröngt.
Helstu eiginleikar vörunnar:
- Standard Fit
- 4 needle flatlock seams for durability and anti-chafe
- Soft & durable easy on/off brace system
- Silicone 75mm powerband leg grippe
- Mesh pocket with elastic edge on side of legs
- Rear upper back utility pocket
- Secure zip pocket on leg
- Reflective logo and detailing
Stærðartafla í cm
XS | S | M | L | XL | XXL | |
Mitti | 68 | 74 | 80 | 86 | 92 | 98 |
Innansaumur | 24 | 26 | 28 | 30 | 32 | 34 |
Læri | 43 | 48 | 53 | 58 | 63 | 68 |