Ef stærðin þín er ekki til, sendu okkur þá línu á pedal@pedal.is og við skoðum málið fyrir þig.
Buxurnar sem þú getur notað inni og úti allt árið
Síðar púðabuxur úr Lifestyle línu Monton. Góðar buxur til að nota inni og úti, allan ársins hring. Buxurnar eru úr miðlungsstífu teygjuefni svo þær halda vel við vöðvana án þess að vera of aðþrengjandi. Rennilás við ökla með endurskini.
Monton er asískt merki og eru stærðirnar því frekar litlar miðað við evrópskar stærðir. Notið stærðartöfluna til að finna ykkar réttu stærð en miða má við að EU stærð sé einni stærri en sú asíska (Asian M= EU S). Ef þú ert í vafa er ekkert mál að aðstoða þig með stærðarval.