JólaGjafabréf

Við elskum einfaldar lausnir. Þrátt fyrir að maður sé allur að vilja gerður til að finna hina fullkomnu gjöf fyrir sína nánustu þá er það stundum mun hægara sagt en gert ... sérstaklega ef sá hinn sami er hjólakona/maður.

Til þess að auðvelda aðstandendum lífið höfum við sett upp þrjá hugmynda-flokka fyrir jólagjafir. Þeir eru:

Í Vinsælast höfum við sett þær flíkur sem hafa verið sölumestar frá upphafi. Þetta eru líka okkar uppáhaldsvörur svo það kemur okkur ekkert á óvart að þær seljist mest, við vitum hvaða gæði eru á bakvið vöruna og stöndum 100% á bakvið það.

Í Gjafir undir 10.000 kr höfum við tekið saman allt á síðunni sem kostar minna en 10.000 kr. Já, þetta er dýrt sport en við gerum okkar besta við að halda verðinu niðri og höfum til að mynda ekki hækkað verð nema einu sinni á örfáum vörum frá opnun. 

Í Gjafabréf með gjöf flokkinn eru Jóla-Gjafabréfin okkar sem við settum saman fyrir þessi jól. Þá bjóðum við upp á að velja upphæð, 10-15-20-25-eða 30 þúsund og við gefum vöru með gjafabréfinu. Við skrifum kóðann á flott gjafabréf og sendum þér ásamt gjöfinni sem þú velur með. 

Ekki hika við að heyra í okkur ef ykkur vantar aðstoð við stærðir eða annað, við erum hér til að hjálpa :)

Með jólakveðju

Freyja og Hafdís