Classic vind- og vatnshelt HFA vesti.
Þú velur kvenna eða karla snið og svo stærðina þína. Nánari tæknilegar upplýsingar um vöruna og stærðartöflu má finna hér: KVENNA - KARLA
Varan er niðurgreidd með styrkjum frá Jarðböðunum í Mývatnssveit, Bílaleigu Akureyrar - Höldur og Pedal.is. Ath- myndin sýnir treyjuna með auglýsingum frá árinu 2024. Hún verður uppfærð með réttum auglýsingum, en treyjan er eins að öllu öðru leyti.
Ath: Til að hægt verði að panta þarf að ná ákveðnum lágmarksfjölda seldra treyja. Takist það ekki, verður endurgreitt
Mátun á stærðum verður auglýst síðar.
Þau sem panta sérmerkta HFA flík geta fengið 20% afslátt af öllum öðrum vörum á pedal.is* sem og sérpöntun á öðrum Pedla fatnaði sem er til á www.thepedla.com.
Til þess að virkja afsláttinn skal nota kóðann "hfacustom" hér á síðunni í körfunni og til þess að sérpanta frá thepedla.com skal senda okkur skilaboð og við könnum með framboð á stærðum.
*=Gildir ekki með öðrum afsláttum.
Classic Gilet
Með gott vesti í fataskápnum getur maður breytt jakka, treyju eða peysu í eitthvað annað og meira. Þannig verður notagildi flíkana í skápnum mun meira því vestið hjálpar þér að skala fatnaðinn þinn og velja rétt fyrir veðrið hverju sinni. Framhliðin er úr vatns- og vindheldu efni en bakhliðin úr fljótþornandi léttara netaefni svo það andar vel. Vestið er með límdum saumum að innanverðu og sílikon bandi að neðan til að halda því á réttum stað. Vestið er með þrem bakvösum.
Helstu eiginleikar:
- Ítalskt WindTEX himnuefni með 10.000 mm vatnsheldni í framhlið
- Ítalskt MITI örtrefjanetaefni á bakhlið
- Hitalímdir saumar
- Sílikon band að aftan til að halda vestinu á réttum stað
- Teygjanlegur handvegur
- Þrír styrktir bakvasar
- Tvöfaldur rennilás