safn: Hjólreiðafélag Akureyrar
HFA býður upp á að sérpanta merktan fatnað fyrir sumarið 2024. Það sem í boði er The Pedla fjallahjólatreyja(Adventure/Tech tee), langerma þunn hjólatreyja(Classic LS Jersey) og vind- og vatnshelt vesti(Classic gilet).
Fyrirtækin Strikið, Krónan og Pedal.is veittu styrki fyrir þessari framkvæmd svo hægt væri að bjóða félagsmönnum og öðrum HFA merktar flíkur á sem hagstæðustu verði. Merki fyrirtækjana eru á bakinu. Flíkurnar afhendast í maí.
Þau sem panta sérmerkta HFA flík geta fengið 20% afslátt af öllum öðrum vörum á pedal.is* sem og sérpöntun á öðrum Pedla fatnaði sem er til á www.thepedla.com.
Til þess að virkja afsláttinn skal nota kóðann "hfacustom" hér á síðunni í körfunni og til þess að sérpanta frá thepedla.com skal senda okkur skilaboð og við könnum með framboð á stærðum.
*=Gildir ekki með öðrum afsláttum.